Mótherjar Íslands í undankeppni EM kvenna 2025

Nú var að ljúka drættinum fyrir undankeppni EM kvenna, EuroBasket Women’s 2025, sem hefst í nóvember næstkomandi. Dregið var í höfuðstöðvum FIBA Europe í Þýskalandi.

Mótherjar Íslands verða eftirfarandi og er uppröðun eftir að dregið var í töfluröð sem ákvarðar röð leikja:

1. Tyrkland
2. Rúmenía
3. ÍSLAND
4. Slóvakía

Leikdagar landsliðsins í undankeppninni:
Leikdagar í fyrsta glugganum verða fimmtudaginn 9. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember. Ísland á fyrsta leik ytra gegn Rúmeníu og tekur svo á móti Tyrklandi hér heima. Allir leikir í undankeppninni verða eftirfarandi:

Gluggi 1 · Nóvember 2023
Leikur 1:   9. nóv. úti: Rúmenía – Ísland
Leikur 2:  12. nóv. heima: Ísland-Tyrkland

Gluggi 2 · Nóvember 2024
Leikur 1:   7. nóv. heima: Ísland-Slóvakía
Leikur 2:  10. nóv. heima: Ísland-Rúmenía

Gluggi 3 · Febrúar 2025
Leikur 1:  6. feb. úti: Tyrkaland-Ísland
Leikur 2:  9. feb. úti: Slóvakía-Ísland