Hreinn árangur!


Hreinn árangur

„Hreinn árangur“ er herferð Lyfjaeftirlits Íslands sem stuðlar að heilbrigðum íþróttum sem og líkamsrækt, þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna í samfélaginu.

Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá – líkamlegum og andlegum.

Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri – það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir.

Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is
Facebook síða: www.facebook.com/hreinnarangur

Aðalstyrktaraðili
Samstarfsaðilar KKÍ