Menntakerfi Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)
Menntakerfi KKÍ er unnið sem hluti af menntakerfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (þjálfaramenntun ÍSÍ). ÍSÍ sér um kennslu á almenna hluta námsins en KKÍ um sérgreinahlutann og er náminu skipt í þrjá hluta KKÍ 1, KKÍ 2 og KKÍ 3 og tekur kerfið mið af reglugerð um menntunarskilyrði þjálfara innan KKÍ.
- KKÍ 1 – 60 kennslustundir* (grunnnámskeið)
- KKÍ 2 – 80 kennslustundir* (undanfari námskeiðsins er KKÍ 1)
- KKÍ 3 – 80 kennslustundir* (undanfari námskeiðsins er KKÍ 2)
*Hver kennslustund er 40 mínútur og er hver fyrirlestur yfirleitt tvær kennslustundir.
Markmiðið námsins er að veita þjálfurum tækifæri til að mennta sig í körfuboltafræðum og um leið að sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Þeim þjálfurum sem ljúka við námið er svo ætlað að sækja sér reglulega endurmenntun sem boðið er upp á vegum KKÍ.
Fram til 1. október 2019 gátu þeir einstaklingar sem hafa reynslu af þjálfun óskað eftir því verða metnir inn í menntakerfi KKÍ, en síðan þá þurfa allir þjálfarar að ljúka við tiltekna menntun til að þjálfa á hverju stigi.
Nánari upplýsingar um stöðu menntunar hjá einstaka þjálfurum innan Menntakerfis KKÍ má sjá hér.
Þjálfarastig 1
Þjálfarastig 2
Þjálfarastig 3
Reglugerð um menntunarskilyrði KKÍ
Þjálfun · Bæstu námskeið
Þjálfaranámskeið í gegnum tíðina
Þjálfarar · Staða á menntun
Efni fyrir þjálfara
Þjálfarar · æfingar og efni